Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   mán 27. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Þór/KA 
Bríet Fjóla á reynslu hjá Norrköping
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin 15 ára gamla Bríet Fjóla Bjarnadóttir, leikmaður Þórs/KA, er á leið á reynslu hjá sænska liðinu Norrköping. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Þórs/KA.

Norrköping hefur fylgst vel með henni og hefur verið í sambandi við Jóhann Kristinn Gunnarsson, fyrrum þjálfara hennar hjá Þór/KA. Hann mun fara með henni ásamt foreldrum hennar til Svíþjóðar.

„Það er auðvitað merkilegt að fá boð frá sænsku úrvalsdeildarfélagi um að koma á reynslu. Bríet Fjóla hefur eðlilega vakið athygli enda hæfileikarnir miklir og framtíðin er hennar. En hún er auðvitað enn ung að árum og mikilvægt að taka öll þrepin í stiganum og flýta sér ekki of mikið. Þetta veit hún og þessi reynslutími með Norrköping er enn eitt flotta skrefið á hennar leið. Fá að máta sig við sterka atvinnumenn á æfingum með aðalliði félagsins,“ segir Jóhann Kristinn í samtali á heimasíðu Þórs/KA.

Strax að lokinni Svíþjóðardvölinni heldur hún til Slóveníu með U17 landsliði Íslands sem mætir Færeyjum og Slóveníu í undankeppni EM 2026.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar komið við sögu í 32 leikjum í Bestu deildinni og skorað þrjú mörk, og samtals 46 leikjum í meistaraflokki. Þá á hún að baki tíu leiki með yngri landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner
banner