Það er risastór grannaslagur í dag þar sem Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn. Þetta er jafnframt síðasti leikurinn á tímabilinu.
Það er gríðarlega mikið undir, sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Stjarnan er í þeirri stöðu að jafntefli dugar en Breiðablik þarf að vinna með tveggja marka mun eða meira til að komast upp fyrir Stjörnuna í þriðja sæti.
Breiðablik vann fyrstu tvo leikina í deildinni í sumar, 2-1 á Kópavogsvelli og 4-1 á Samsungvellinum.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólafur Ingi Skúlason stýrir Breiðabliki í deildinni en hann tók við af Halldóri Árnasyni sem var látinn taka pokann sinn á dögunum.
Það er gríðarlega mikið undir, sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Stjarnan er í þeirri stöðu að jafntefli dugar en Breiðablik þarf að vinna með tveggja marka mun eða meira til að komast upp fyrir Stjörnuna í þriðja sæti.
Breiðablik vann fyrstu tvo leikina í deildinni í sumar, 2-1 á Kópavogsvelli og 4-1 á Samsungvellinum.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólafur Ingi Skúlason stýrir Breiðabliki í deildinni en hann tók við af Halldóri Árnasyni sem var látinn taka pokann sinn á dögunum.
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 27 | 17 | 6 | 4 | 58 - 31 | +27 | 57 |
| 2. Valur | 27 | 13 | 6 | 8 | 61 - 46 | +15 | 45 |
| 3. Stjarnan | 26 | 12 | 6 | 8 | 48 - 42 | +6 | 42 |
| 4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
| 5. Fram | 27 | 10 | 6 | 11 | 41 - 40 | +1 | 36 |
| 6. FH | 27 | 8 | 9 | 10 | 49 - 46 | +3 | 33 |
Athugasemdir



