Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 22:20
Innkastið
Sterkasta lið 27. umferðar - Atgangur, attitjúd og stælar
Guðmundur Andri Tryggvason er leikmaður umferðarinnar.
Guðmundur Andri Tryggvason er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bestu deildinni 2025 er lokið og hér gerum við upp þessa lokaumferð, allt í boði Steypustöðvarinnar.

Sterkasti leikmaður 27. umferðar
Guðmundur Andri Tryggvason er leikmaður umferðarinnar en hann skoraði tvö mörk þegar KR vann 5-1 útisigur gegn Vestra og tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni.

„Það var alltaf einhver atgangur í kringum hann, kraftur, attitjúd, stælar og allt það sem KR liðið þarf til að geta svo sýnt gæðin. Vonandi að Andri eigi fleiri svona leiki á næsta tímabili," skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslu sinni um leikinn.



KR á alls fjóra leikmenn í liði umferðarinnar. Aron Sigurðarson átti tvær stoðsendingar, Luke Rae var með mark og stoðsendingu og Finnur Tómas Pálmason átti flottan leik í vörninni.

Auk Vestra þá fór Afturelding niður í Lengjudeildina. ÍA vann Aftureldingu 1-0 í Akraneshöllinni þar sem hinn efnilegi Gabríel Snær Gunnarsson skoraði eina mark leiksins. Árni Marinó Einarsson hélt hreinu og Rúnar Már Sigurjónsson var öflugur í vörninni.

Víkingar fengu Íslandsmeistaraskjöldinn eftir 2-0 sigur gegn Val. Víkingar kláruðu tímabilið með sex sigurleikjum í röð og unnu deildina með tólf stiga mun. Sölvi Geir Ottesen er þjálfari umferðarinnar og maður leiksins gegn Val var Gylfi Þór Sigurðsson.

Höskuldur Gunnlaugsson var nálægt því að skora þrennu í 3-2 sigri Breiðabliks gegn Stjörnunni. Blikar hefðu þurft að vinna með tveggja marka mun og Stjarnan landaði því Evrópusætinu.

Þá er Sigurður Bjartur Hallsson í liðinu en hann skoraði aðra þrennu sína í röð þegar FH tapaði 3-4 fyrir Fram.


Sterkustu leikmennirnir 2025:
27. umferð - Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
26. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
25. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
24. umferð - Fred (Fram)
23. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur)
22. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
21. umferð - Freyr Sigurðsson (Fram)
20. umferð - Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
19. umferð - Vicente Valor (ÍBV)
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)

Fyrri lið umferðarinnar:
   21.10.2025 08:00
Sterkasta lið 26. umferðar - KR er enn á lífi
   06.10.2025 08:45
Sterkasta lið 25. umferðar - Magnaðir Víkingar
   30.09.2025 12:35
Sterkasta lið 24. umferðar - Valdimar í sjötta sinn og Eyjamenn í ham
   16.09.2025 09:50
Sterkasta lið 22. umferðar - Skagamenn eru á lífi
   02.09.2025 11:20
Sterkasta lið 21. umferðar - Endurkoma fullkomnuð með flautumarki
   27.08.2025 12:10
Sterkasta lið 20. umferðar - Sýndu klærnar eftir hlé
   12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
   07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn



Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 17 6 4 58 - 31 +27 57
2.    Valur 27 13 6 8 61 - 46 +15 45
3.    Stjarnan 27 12 6 9 50 - 45 +5 42
4.    Breiðablik 27 11 9 7 46 - 42 +4 42
5.    Fram 27 10 6 11 41 - 40 +1 36
6.    FH 27 8 9 10 49 - 46 +3 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner