Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 25. október 2025 20:02
Gunnar Bjartur Huginsson
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur tók á móti Valsmönnum í síðasta deildarleik Bestu deildar karla en Víkingur fór með 2-0 sigur af hólmi. Það stóð mikið til í Vikínni en þar lyftu Víkingar íslandsmeistaratitlinum. Unnu þeir deildina að lokum með nokkrum yfirburðum en þeir enduðu 12 stigum á undan Val.

„Slæmt að tapa í dag en liðið gaf allt í leikinn og við fengum lítil tækifæri, til þess að komast inn í leikinn og ná betri úrslitum. Heilt yfir bara ánægður og mjög stoltur af liðinu og þjálfarateyminu og öllum sem voru að leggja mikla vinnu núna í ár. Niðurstaðan er annað sætið á móti liði sem er búið að taka yfir íslenska fótbolta seinustu ár og bikarúrslit í fyrsta skipti í tíu ár, þrátt fyrir tap var mjög svekkjandi en ég vildi gefa stuðningsmönnum titil.”


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Valur

Valur hafnaði í 2. sæti Bestu deildar karla og voru lengi vel á toppi deildarinnar en náðu ekki að láta kné fylgja kviði í kjölfar meiðsla lykilmanna á borð við Patrick Pedersen og Frederik Schram. Valsarar enduðu að lokum 12 stigum á eftir Víkingi og voru þeir síðarnefndu búnir að tryggja sér titilinn, þegar nokkrir leikir voru eftir af tímabilinu. 

„Já, alveg klárlega. Það var eins og ég var aldrei eitthvað mikið að tala um en það eru ekki mörg lið sem missa hérna Donarumma, Vitinha, Dembele, skilurðu og vinna eitthvað. Við gáfumst aldrei upp og við reyndum og reyndum og leituðum að lausnum og strákarnir eiga hrós skilið. Ég er stoltur af liðinu.”

Túfa var spurður að því hvort framtíð hans með Val væri ráðin.

„Ég veit það ekki. Það er ekki spurning fyrir mig, ég ræð því ekkert hvort ég sé áfram í starfi eða ekki. Eina sem ég get ráðið er að leggja mig fram, eins og ég er búinn að gera allan tímann og leggja hjarta og sál í verkefnið fyrir merkið sem ég er búinn að bera - mjög stoltur og mjög þakklátur allan tímann. Ég vona að ég geti hitt mína stjórnarmenn núna og fá bara hlutina alveg á hreint.”

Háværar sögusagnir hafa verið þess efnis að Srdjan Tufegdzic muni ekki halda áfram með liðið en hefur Hermann Hreiðarsson verið sterklega orðaður við þjálfarastöðu Vals. Hefur verið fullyrt að stjórn Vals hafi fundað með öðrum þjálfurum og var Túfa eðlilega svekktur yfir því. 

„Þetta er bara mjög svekkjandi, ef þetta er rétt. Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið. Það er bara klárt mál en eins og ég sagði áðan, við erum aldrei dæmdir fyrir það sem við erum að segja, heldur fyrir það sem við erum að gera. Ég á bara von á því að hitta mína menn og fá hlutina á hreint.”


Athugasemdir
banner
banner