Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
   lau 25. október 2025 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var hæstánægður eftir sigur KR gegn Vestra í dag sem varð til þess að liðið hélt sæti sínu í Bestu deild.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Ég var ekki stressaður, ég var spenntur, það var fiðringur í mér. Auðvitað getur maður aldrei verið öruggur með hvað gerist. Alla vikuna fannst mér við ná að halda góðri og jákvæðri orku. Ég var ekki var við að spennustigið hjá leikmönnunum væri hátt. Það var mitt mat í þessari stöðu sem við vorum að það væri það sem myndi gefa útslagið," sagði Óskar.

„Auðvitað er þetta léttir. Það vill enginn falla. Ég var tilbúinn að sætta mig við það á ákveðnum forsendum. í grunninn vill enginn falla, það hefur ekkert með það að gera að KR hafi bara fallið einu sinni í sögunni. Það gildir það sama um Vestramenn, þeir vilja ekki falla úr efstu deild, Afturelding vill ekki falla úr efstu deild. Það er mjög leiðinlegt að þessi lið séu að kveðja deildina, það verður einhver að gera það."

„Ég bað strákana um að leggja egóið sitt til hliðar. Egóið er fullt af tilfinningum og það eru tilfinningarnar sem geta farið með þig. Auðvitað er það samt þannig að einhversstaðar aftast er egóið og helst fyrir egóið er gott að falla ekki."

Það var umdeilt atvik þegar mark var dæmt af Vestra strax í kjölfarið af fyrsta marki KR.

„Ég get skilið að þeir séu svekktir hvort sem það er löglegt eða ekki því það hefði skipt miklu máli fyrir þá að komast strax inn í leikinn. Er ég feginn að þetta mark hafi verið dæmt af, já? Það var þeirra möguleiki að komast inn í leikinn."

Stuðningsmenn KR fjölmenntu á Ísafjörð eins og þeir gerðu í allt sumar.

„Það er meiriháttar. Þessi klúbbur er sérstakur. Það er engu um það logið að þú finnur ekki tilfinningaríkari stuðningsmenn en stuðningsmenn KR. Það getur verið erfitt en þeir voru meiriháttar í dag eins og þeir eru búnir að vera í sumar," sagði Óskar Hrafn.

„Kannski var það var skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa. Til að hópurinn myndi þroskast mér, mér fannst leikmennirnir vera frábærir fulltrúar fyrir sjálfan sig í dag sem fótboltamenn og sem einstaklingar."

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir