Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Solanke á sölulista - Tilboðum í Semenyo hafnað
Powerade
Solanke gæti verið seldur.
Solanke gæti verið seldur.
Mynd: EPA
Fabio Carvalho.
Fabio Carvalho.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan mánudaginn. Það er kuldi í kortunum. En Powerade slúðurpakkinn hlýjar alltaf. Tottenham kemur eitthvað við sögu í pakka dagsins.

Thomas Frank, stjóri Tottenham, er ekki ánægður með Dominic Solanke (28) og gæti selt enska sóknarmanninn í janúar. (Football Insider)

Bournemouth hafnaði 50 milljóna punda tilboðum frá Tottenham og Manchester United í ganverska framherjann Antoine Semenyo (25) í sumar. (Telegraph)

Tottenham er á eftir Samu Aghehowa (21) en Arsenal, Newcastle og Nottingham Forest hafa einnig áhuga á þessum spænska framherja Porto. (Caught Offside)

Portúgalski miðjumaðurinn Fabio Carvalho (23) gæti yfirgefið Brentford í janúar til að fá spiltíma. Endurkoma í Bundesliguna er í kortunum. (Florian Plettenberg)

Manchester United er tilbúið að lána Joshua Zirkzee (24) í janúar. Roma er meðal félaga sem hafa áhuga á hollenska framherjanum. (TBR)

Enski miðjumaðurinn Morgan Rogers (23) er í viðræðum við Aston Villa um nýjan samning. (Football Insider)

Barcelona hefur lagt fram tilboð upp á um 30 milljónir evra í kólumbíska hægri bakvörðinn Daniel Munez (29) hjá Crystal Palace. (Fichajes)

Juventus fylgist með Malo Gusto (22) hjá Chelsea og gæti gert tilboð í franska hægri bakvörðinn í janúar. (Calciomercato)

Sir Jim Ratcliffe hefur stöðvað áætlanir um að reyna að fá Robert Lewandowski (37) en samningur pólska sóknarmannsins við Barcelona rennur út næsta sumar. (Mirror)

Manchester United hyggst ekki framlnegja núgildandi samningi Casemiro (33) og sá brasilíski gæti fært sig um set á frjálsri sölu í lok tímabilsinsæ (Football Insider)
Athugasemdir
banner