„Bara frábær tilfinning að skora sigurmark hér. Mjög fínn leikur miða við aðstæður,'' segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 3-4 sigur gegn FH í seinustu umferð efri-hluta Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: FH 3 - 4 Fram
''Leikvöllurinn mjög háll en mér fannst leikmenn gera mjög vel úr þessu. Bæði lið voru ekki að flýta sér og voru bara skynsamir. Ég held að það hafi verið gríðarlega mikilvægt að menn komust heim heilir út úr svona verkefni. Það var ekki brjálæðislega mikið undir en 5. sæti var þó undir og í sögulegu samhengi þá mun það vera í sögubókunum,''
Kristófer Konráðs kom inna og skoraði svo glæsilegt aukaspyrnu mark nokkrum mínútum seinni til að tryggja sigur fyrir Fram.
„Já frábær spyrna. Hann er ógeðslega góður spyrnumaður og Kristófer hefur verið upp og niður í sumar, hefur verið að kljást við smá vandamál með meiðsli og annað slíkt. Hann er hörku góður leikmaður sem ég er mjög hrifinn af og hann mun nýtast okkur áfram,''
Kaplakrikavöllur var vel frosinn fyrir leikinn og sást vel að leikmenn áttu erfitt með að spila á vellinum.
„Menn voru ekki sérstaklega spenntir hérna fyrir leik þegar þeir voru að hita upp og við áttum samtal við dómara og slíkt. Það er bara enginn möguleiki að vera fresta þessu, það var lang best fyrir alla aðila að klára þetta verkefni,''
Rúnar var beðinn um að súmmera upp tímabilið í ár hjá Fram.
„Frábært tímabil, við erum í topp sex og náum sjö stig í efri hlutanum, sem er það næst besta sem hingað til hefur náðst. Það er bara mjög sterkt, ég er mjög sáttur. Okkur var spáð 9. sæti að ég held og við erum í 5. sæti, við sýnum að við eigum skilið að vera hérna,''
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.























