Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sonur Sir Alex rekinn frá Peterborough - Yfirgefur félagið í fjórða sinn
Mynd: EPA
Darren Ferguson hefur verið rekinn frá Peterborough en liðið er á botninum í ensku C-deildinni.

2-1 tap gegn Blackpool í gær var síðasta stráið en þessi 53 ára gamli Skoti var látinn taka pokann sinn. Hann tók við liðinu í janúar 2023 en það var í fjórða sinn sem hann var ráðinn stjóri liðsins.

Ferguson er sonur Manchester United goðsagnarinnar Sir Alex Ferguson. Hann kom liðinu fjórum sinnum upp um deild og vann neðri deildabikarinn síðustu tvö ár.

Liðið hefur aðeins unnið þrjá af þrettán leikjum tímabilsins til þessa og er á botninum. Liðið er fimm stigum frá öruggu sæti.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að rifta samningi Darren Ferguson eftir leik dagsins," sagði Darragh MacAnthony, stjórnarformaður Peterborugh.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ákvörðun sem mér finnst rétt fyrir félagið. Stjórinn er að mínu mati sá besti í sögu félagsins og ég tel að hann verði alltaf hluti af fjölskyldunni minni og félagsins. Það eru of margar fallegar minningar til að nefna hér en margar sögulegar minnigar sem ég mun varðmeita og minnast að eilífu."
Athugasemdir
banner