Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Gauti aðstoðar Luba í Ólafsvík
Aron Gauti í Víkings peysunni og við hlið hans stendur Tomasz Luba.
Aron Gauti í Víkings peysunni og við hlið hans stendur Tomasz Luba.
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík greindi frá því um helgina að Aron Gauti Kristjánsson yrði áfram aðstoðarþjálfari liðsins á komandi tímabili.

Hann er þrítugur og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin þrjú tímabil.

Tomasz Luba var í haust ráðinn nýr þjálfari Ólsara og mun Aron Gauti aðstoða hann. Luba kemur til Ólafsvíkur eftir að hafa stýrt Árborg undanfarin tímabil. Hann var leikmaður Víkings á árunum 2010-2017.

Tilkynning Víkings
Aron Gauti Kristjánsson mun halda áfram sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks en hann skrifaði undir samning þess efnis um helgina.

Aron, sem er þrítugur að aldri, hefur gengt þessu starfi undanfarin 3 tímabil og staðið sig með mikilli prýði. Það er því mikið gleðiefni að hann hafi ákveðið að halda áfram.

Athugasemdir
banner