Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Andri Lucas hetjan í langþráðum sigri
Andri Lucas opnaði markareikninginn með stæl
Andri Lucas opnaði markareikninginn með stæl
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen opnaði markareikninginn og var hetja Blackburn Rovers í 2-1 sigri liðsins á Southampton í ensku B-deildinni í dag.

Landsliðsmaðurinn kom til Blackburn frá Gent í sumar og hafði komið við sögu í sex deildarleikjum.

Hann hefur komið sér vel fyrir í byrjunarliði Blackburn sem hefur gengið erfiðlega að ná í sigur en hann valdi rétta tímapunktinn til þess að skora því mark hans reyndist sigurmarkið í langþráðum sigri.

Staðan var 1-1 þegar fjórar mínútur voru eftir. Boltinn datt í teignum og liðsfélagi Blackburn náði skoti markið, en markvörður Southampton varði hann út á Andra sem skoraði af stuttu færi.

Fyrsta markið og mikilvægt var það. Blackburn kom sér upp úr fallsæti með sigrinum og er nú með 10 stig í 21. sæti deildarinnar.



Alfons Sampsted sat allan tímann á bekknum er Birmingham City tapaði fyrir Bristol City, 1-0. Willum Þór Willumsson var ekki með Birmingham vegna meiðsla en liðið er í 15. sæti með 15 stig eftir tólf umferðir.

Middlesbrough fór illa að ráði sínu gegn Hollywood-liði Wrexham en leikar enduðu 1-1. Josh Windass kom Wrexham yfir snemma leiks en Boro bjargaði stigi tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Boro er í öðru sæti með 25 stig en Wrexham í 16. sæti með 14 stig.

Sheffield Wed 1 - 2 Oxford United
0-1 Will Lankshear ('12 )
0-2 Cameron Brannagan ('36 )
1-2 Sean Fusire ('53 )

Bristol City 1 - 0 Birmingham
1-0 Sinclair Armstrong ('42 )

Blackburn 2 - 1 Southampton
0-1 Leo Scienza ('23 )
1-1 Ryan Alebiosu ('76 )
2-1 Andri Gudjohnsen ('86 )
Rautt spjald: Welington, Southampton ('90)

Swansea 2 - 1 Norwich
1-0 Zan Vipotnik ('6 )
1-1 Jovon Makama ('42 )
2-1 Zan Vipotnik ('69 )

Hull City 1 - 1 Charlton Athletic
1-0 Joe Gelhardt ('46 )
1-1 Luke Berry ('90 )

Millwall 1 - 0 Leicester City
1-0 Femi Azeez ('44 )
1-0 Mihailo Ivanovic ('56 , Misnotað víti)

Derby County 1 - 0 QPR
1-0 Carlton Morris ('10 )

Middlesbrough 1 - 1 Wrexham
0-1 Josh Windass ('7 )
1-1 Hayden Hackney ('80 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 12 8 4 0 34 9 +25 28
2 Middlesbrough 12 7 4 1 16 8 +8 25
3 Millwall 12 7 2 3 14 13 +1 23
4 Bristol City 12 6 4 2 20 11 +9 22
5 Stoke City 12 6 3 3 13 8 +5 21
6 Charlton Athletic 12 5 4 3 14 10 +4 19
7 Preston NE 12 5 4 3 15 12 +3 19
8 Hull City 12 5 4 3 20 20 0 19
9 QPR 12 5 3 4 15 17 -2 18
10 Leicester 12 4 5 3 15 12 +3 17
11 West Brom 12 5 2 5 12 14 -2 17
12 Ipswich Town 11 4 4 3 17 13 +4 16
13 Swansea 12 4 4 4 12 12 0 16
14 Watford 12 4 3 5 14 16 -2 15
15 Birmingham 12 4 3 5 11 15 -4 15
16 Wrexham 12 3 5 4 16 17 -1 14
17 Derby County 12 3 5 4 13 16 -3 14
18 Portsmouth 12 3 4 5 10 13 -3 13
19 Oxford United 12 3 3 6 13 15 -2 12
20 Southampton 12 2 6 4 13 17 -4 12
21 Blackburn 11 3 1 7 10 17 -7 10
22 Sheffield Utd 12 3 0 9 9 20 -11 9
23 Norwich 12 2 2 8 12 18 -6 8
24 Sheff Wed 12 1 3 8 10 25 -15 -6
Athugasemdir
banner