Sigurður Egill Lárusson var ekki með Val í síðasta leik tímabilsins gegn Víkingi í gær en hann er að yfirgefa félagið þar sem félagið ákvað að gera ekki nýjan samning við hann.
Hann spilaði sinn síðasta leik FH á Hlíðarenda í næst síðustu umferð og mætti í viðtöl eftir leikinn og sagðist ekki vera sáttur með viðskilnaðinn, að hann hafi fengið skilaboð á Messenger þar sem honum var tilkynnt að hann fengi ekki áframhaldandi samning. Eftir að Sigurður sagði frá því gaf stjórn Vals út ansi dapra yfirlýsingu sem Sigurður, og margir aðrir, gagnrýndu og í kjölfarið baðst Valur afsökunar.
Hann spilaði sinn síðasta leik FH á Hlíðarenda í næst síðustu umferð og mætti í viðtöl eftir leikinn og sagðist ekki vera sáttur með viðskilnaðinn, að hann hafi fengið skilaboð á Messenger þar sem honum var tilkynnt að hann fengi ekki áframhaldandi samning. Eftir að Sigurður sagði frá því gaf stjórn Vals út ansi dapra yfirlýsingu sem Sigurður, og margir aðrir, gagnrýndu og í kjölfarið baðst Valur afsökunar.
Baldvin Már Borgarsson er þáttarstjórnandi Kjaftæðisins hér á Fótbolti.net og hann sagði í nýjasti þættinum að Sigurður Egill myndi ekki taka þátt í leiknum gegn Víkingi.
„Ég hef mjög öruggar heimildir fyrir því að Sigurður Egill sé ekki að fara spila þennan leik. Það er hans val. Það sem spilar inn í þetta er að hann er núna orðinn samningslaus, hvað gerist ef hann spilar og meiðist illa?"
„Hann er líka hálf eyðilagður yfir því hvernig þetta hefur verið. Hann fékk enga heiðursskiptingu, engin blóm í síðasta heimaleiknum. Sigga fannst þetta ömurlegt og það sem gerist í kjölfarið er glórulaust." segir Baldvin.
Srdjan Tufegzic, þjálfari Vals, var spurður út í Sigurð Egil eftir leikinn gegn Víkingi.
„Það er mikið búið að ganga á milli Sigga og félagsins en það er búið að leysa þessi mál," sagði Túfa
„Hann talaði við mig í vikunni og var ekki andlega klár í að spila þennan leik og bað mig um að spila sér ekki. Ég bar virðingu fyrir því og við vorum með aðra sem gátu spilað leikinn."
Athugasemdir




