Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 26. október 2025 17:08
Kári Snorrason
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik náðu ekki Evrópusæti þrátt fyrir sigur gegn Stjörnunni í dag. Liðið þurfti að vinna með tveimur mörkum til að ná sæti í Evrópu á næstu leiktíð en leikar enduðu 2-3 Blikum í hag. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, mætti í viðtal eftir leik. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

„Við vorum ansi nálægt því og hefðum viljað komað þessu yfir línuna í lokin en því miður tókst það ekki. Við vorum ekki nógu ánægðir með fyrri hálfleikinn, leikurinn fór fram á þeirra forsendum - sem er meira kaos og 'transition' atvik sem að við vildum koma í veg fyrir og gerðum mun betur í seinni hálfleik. Leikurinn fór fram meira og minna fram á þeirra vallarhelmingi í seinni hálfleik, mjög flottur seinni hálfleikur og fáum nóg af stöðum til þess að klára verkefnið, því miður.“ 

Það hlýtur að vera mikið högg fyrir félag eins og Breiðablik að ná ekki Evrópusæti?

„Auðvitað er það sem félagið vill vera partur af á hverju ári en það þýðir ekki að pæla of mikið í því. Við erum í Evrópu sem stendur, mjög spennandi verkefni þar framundan og við einbeitum okkur að því.“ 

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Shaktar Donetsk í Sambandsdeildinni. 

„Eins og þú sérð er þetta frábært lið, það eru smá hlutir sem þarf að laga til. Við megum ekki hleypa þessum leikjum í fram og til baka. Við þurfum að vera betri í atvikum þegar við vinnum boltann: halda betur í hann eða sækja hratt. Við höldum áfram að bæta okkar leik en hann er mjög góður fyrir. “ 

„Við höfum ekk fengið margar æfingar sem við höfum nýtt í taktík. Auðvitað eru hlutir sem við höfum verið að koma með inn. Síðan eiga strákarnir þetta skuldlaust, hafa verið frábærir síðan ég kom og standa sig vel. Það er bara áfram gakk.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner