Srdjan Tufegdzic, Túfa, hefur verið þjálfari Vals í tvo mánuði. Gengið hjá Val eftir að hann tók við hefur ekki verið gott og er Valur í hættu á að ná ekki Evrópusæti. Liðið er stigi á undan Stjörnunni þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.
Túfa skrifaði undir þriggja ára samning í ágúst. Þegar Arnar Grétarsson var rekinn var strax tilkynnt að Túfa yrði eftirmaður hans hjá Val.
Túfa skrifaði undir þriggja ára samning í ágúst. Þegar Arnar Grétarsson var rekinn var strax tilkynnt að Túfa yrði eftirmaður hans hjá Val.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 Víkingur R.
„Túfa er toppgæi og allt svoleiðis, en ég bara trúi ekki að hann verði þjálfari þarna á næsta ári. Ég bara trúi því ekki," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu þar sem 24. umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.
„En það eru tvennar sögur um það. Rúnar Kristinsson er búinn að segja það hreint út að hann verði áfram með Fram á næsta ári. Það eru einhverjar sögusagnir um að Túfa verði áfram, en þú trúir því ekki?" spurði Elvar Geir.
„Það kæmi mér afskaplega mikið á óvart ef Túfa verður áfram. Þetta er búið að ganga það illa og það er mikið andleysi. Það vantar alla liðsheild sem hann átti væntanlega að bæta. Það hefur ekki komið meiri léttleiki í liðið," svaraði Valur.
Guðmundur Aðalsteinn benti á árangur Vals fyrir og eftir þjálfarabreytingu. „Þetta er sláandi tölfræði," sagði Guðmundur.
„Fyrst þeir eru að veðja á hann þá finnst mér að þeir eigi að gefa honum undirbúningstímabil, reyna að móta sitt lið," sagði Elvar Geir.
„Það yrði stórskrítið að gefa honum þriggja ára samning en reka hann svo strax," sagði Guðmundur.
Arnar Grétarsson stýrði Val í 15 leikjum á þessu tímabili og náði í 28 stig í þeim leikjum. Þegar Hann var látinn fara var Valur fimm stigum frá toppliði Víkings og tveimur stigum frá Breiðabliki. Valur hefur fengið 11 stig úr leikjunum níu undir stjórn Túfa og á sama tíma hafa Víkingur og Breiðablik fengið 22 og 25 stig.
Tímabilið katastrófa
Valsmenn ætluðu sér Íslandsmeistaratitilinn þegar farið var inn í mótið. Rætt var um þann möguleika að Valur myndi missa af Evrópusæti.
„Það yrði algjör skandall ef því klúðra því. Valsmenn verið í þessari stöðu allt tímabilið en svo klúðra þessu svona. Þeir eru bara ekki búnir að mæta til leiks í þessari úrslitakeppni," sagði Guðmundur.
„Þetta tímabil er bara algjör katastrófa hjá Val. Þetta lið á ekki að vera svona langt frá bestu liðunum í efstu deild. Við getum ekki einu sinni talað um Val í sömu setningu og Breiðablik og Víkingur í dag," sagði Valur.
Rúnar Kristinsson var orðaður við Val á dögunum en sagði í viðtali við Fótbolta.net á sunnudag að hann yrði áfram þjálfari Fram á næsta tímabili.
29.09.2024 22:20
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 25 | 17 | 5 | 3 | 64 - 27 | +37 | 56 |
2. Breiðablik | 25 | 17 | 5 | 3 | 58 - 30 | +28 | 56 |
3. Valur | 25 | 11 | 7 | 7 | 59 - 40 | +19 | 40 |
4. Stjarnan | 25 | 11 | 6 | 8 | 47 - 39 | +8 | 39 |
5. ÍA | 25 | 11 | 4 | 10 | 45 - 37 | +8 | 37 |
6. FH | 25 | 9 | 6 | 10 | 40 - 46 | -6 | 33 |
Athugasemdir