Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Iwobi vill veita ungu fólki innblástur í gegnum tónlistina
Alex Iwobi sinnir tónlistarferli meðfram fótboltanum.
Alex Iwobi sinnir tónlistarferli meðfram fótboltanum.
Mynd: EPA
Alex Iwobi er best þekktur sem úrvalsdeildarleikmaður en hann er einnig búinn að sökkva sér í tónlistina. Þessi leikmaður Fulham og nígeríska landsliðsins, var að gefa frá sér sitt annað lag, What's Luv?

Fyrsta lag hans, Don't Shoot, sem kom út í júní hefur fengið um 60 þúsund spilanir á Spotify en það lag gerði hann með fyrrum félaga sínum úr Arsenal, Chuba Akpom (Skoli), og Medy Elito (Don-EE) sem er fyrrum unglingalandsliðsmaður Englands.

Iwobi gengur undir listamannsnafninu '17' í tónlistarbransanum. Fyrsta lag hans fjallaði um að ungt fólk hætti að halda sig frá götuofbeldi og í nýja laginu er hann að fagna afrískum rótum sínum.

„Það er áskorun að alast upp í vissum hverfum London og ég þekki það af eigin raun. Ég er ánægður með að eiga möguleika á að gera breytingar og dreifa boðskapnum," segir hinn 28 ára gamli Iwobi.

„Ég vil nota tónlistina til að sýna ungu fólki að það þarf ekki allt að passa í eitt box, ég vil hvetja það til að upplifa drauma sína og einbeita sér að því jákvæða."

Iwobi hefur byrjað alla níu úrvalsdeildarleiki Fulham á tímabilinu og skoraði sitt annað mark í 1-1 jafnteflinu gegn Everton um síðustu helgi.

„Að skapa tónlist tekur ekkert frá mér sem fótboltamanni, það hjálpar mér að dreifa huganum. Ég mun alltaf leggja mikið á mig og reyna að bæta mig í íþróttinni minni en tónlistin passar vel inn í frítímann."




Athugasemdir
banner
banner
banner