Grindavík/Njarðvík hefur tilkynnt að Ása Björg Einarsdóttir og Emma Fanndal Jónsdóttir hafa skrifað undir framlengingu á samningum þeirra um tvö ár.
„Það gleður okkur að tilkynna að Ása Björg Einarsdóttir og Emma Fanndal Jónsdóttir hafa báðar framlengt samninga sína við Grindavík/Njarðvík um 2 ár. Þær hafa báðar verið mikilvægir máttarstólpar í liðinu undanfarin ár og erum við spennt fyrir Bestu deildinni á næsta tímabili með þeim," segir í tilkynningu frá félaginu.
Ása er fædd árið 2003 og er uppalin hjá Grindavík en hún spilaði 21 leik í deild og bikar síðasta sumar. Hún skoraði sex mörk. Emma er fædd árið 2004 og er einnig uppalin hjá Grindavík. Hún er fyrirliði liðsins og hún kom við sögu í 20 leikjum.
Grindavík/Njarðvík hafnaði í 2. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar og spilar því meðal þeirra bestu næsta sumar.
Athugasemdir


