Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davide Ancelotti hættir óvænt hjá Botafogo
Mynd: EPA
Davide Ancelotti, sonur Carlo Ancelotti, hefur sagt upp störfum sem þjálfari brasilíska félagsins Botafogo en hann skrifaði undir tveggja ára samning í sumar.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi hætt þar sem félagið ákvað að reka styrktarþjálfara liðsins.

Honum var kennt um tíð meiðsli innan hópsins en Ancelotti stóð við bakið á honum.

Ancelotti var í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari en hann stýrði 32 leikjum. Liðið vann 14, gerði 11 jafntefli og tapaði sjö undir hans stjórn.

Athugasemdir
banner