Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. desember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Stútfull dagskrá
Nær Napoli loksins að vinna leik?
Nær Napoli loksins að vinna leik?
Mynd: Getty Images
Það er stútfull dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni á þessum fyrsta degi í desember.

Fyrsti leikur er klukkan 11:30 þegar topplið Juventus fær Sassuolo í heimsókn í Tórínó. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Klukkan 14:00 eru þrír leikir og þar verður leikur Parma og AC Milan sýndur. AC Milan er í 12. sæti fyrir leikinn og Parma í áttunda sæti. Inter, sem er í öðru sæti, á einnig leik klukkan 14, gegn Spal á heimavelli.

Napoli hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð, en liðið mætir Bologna í dag á heimavelli. Það er tækifæri til að ná loksins í sigur.

Í lokaleik dagsins mætast síðan Hellas Verona og Roma á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

sunnudagur 1. desember
11:30 Juventus - Sassuolo (Stöð 2 Sport)
14:00 Parma - Milan (Stöð 2 Sport)
14:00 Lazio - Udinese
14:00 Inter - Spal
17:00 Napoli - Bologna (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Verona - Roma (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner