Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 02. júní 2023 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Galtier stýrir PSG í síðasta sinn á morgun
Mynd: EPA
Cristophe Galtier, þjálfari Paris Saint-Germain, mun ekki stýra liðinu á næstu leiktíð en þetta kemur fram í L'Equipe.

Galtier tók við PSG síðasta sumar eftir að Mauricio Pochettino var látinn fara.

Á þessu tímabili tókst honum aðeins að vinna frönsku deildina en liðið datt úr leik í 16-liða úrslitum í bæði franska bikarnum og Meistaradeild Evrópu.

L'Equipe segir að Galtier muni stýra PSG í síðasta sinn gegn Clermont í lokaumferð frönsku deildarinnar á morgun.

Það verða svakalegar breytingar hjá PSG í sumar. Lionel Messi og Sergio Ramos eru á förum frá félaginu og þá er brasilíski framherjinn Neymar að öllum líkindum að yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner