Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 02. nóvember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bild: Bayern vill Sane á afslætti næsta sumar
Mynd: Getty Images
Þýski miðillinn Bild heldur því fram að Uli Höness, forseti Bayern München, ætli að bíða til næsta sumars með að ganga frá kaupum á þýska kantmanninum Leroy Sane.

Bayern reyndi að kaupa Sane í sumar en þær tilraunir mistókust enda er leikmaðurinn gífurlega mikils virði. Hann meiddist þó illa á upphafi tímabils og virðist ekki vera sérlega spenntur fyrir að framlengja samning sinn við Manchester City, sem rennur út sumarið 2021.

Höness og stjórnendur Bayern ætla ekki að bjóða í Sane í janúar heldur bíða til næsta sumars og reyna að fá hann fyrir lægri upphæð. Man City vill rúmlega 130 milljónir punda en gæti sætt sig við 85 milljónir á næsta ári, til að eiga ekki í hættu á að missa Sane frítt.

Sane verður 24 ára í janúar og er búinn að festa sig í sessi sem einn af hættulegri kantmönnum Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner