Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. mars 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Laporta: Messi fer ef ég verð ekki kosinn
Mynd: Getty Images
Joan Laporta segir að Lionel Messi muni yfirgefa herbúðir Barcelona í sumar ef hann verður ekki kosinn forseti félagsins á sunnudag.

Forsetakosningar eru framundan hjá Börsungum og Laporta vill komast aftur að sem forseti en hann var forseti félagsins þegar Messi kom fram á sjónarsviðið á sínum tíma.

Hinn 33 ára gamli Messi verður samningslaus í sumar og gæti farið frítt frá Barcelona þá.

„Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosninguna þá verður Messi ekki áfram hjá félaginu. Ég á í góðu sambandi við hann og það er mikil virðing okkar á milli," sagði Laporta.

„Við munum gera honum tilboð sem veltur á stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt við aðra fjárhagslega en Messi lætur peninga ekki stjórna sér. Hann vill enda ferilinn á sem bestan hátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner