Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 03. ágúst 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool að ganga frá kaupum á Thiago
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Sjónvarp Símans
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðrinu á þessum frídegi verslunarmanna þó lítið sem ekkert sé um fótboltaleiki. Framundan er þó mikill fótboltamánuður þar sem úrslitakeppni Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar verður spiluð.


Bikarmeistarar Arsenal vilja fá Diego Carlos, 27 ára miðvörð Sevilla. Mikel Arteta hefur miklar mætur á honum og hefur lengi verið á höttunum eftir öflugum miðverði. (Telegraph)

Arteta hringdi í Ivan Rakitic, 32, til að ræða möguleg félagaskipti til Arsenal. (Le10 Sport)

Manchester United er að skoða möguleikann á að kaupa Kasper Schmeichel, 33 ára markvörð Leicester City. (Sun)

Liverpool er búið að taka framúr PSG í kapphlaupinu um Thiago Alcantara, 29 ára miðjumanni Bayern. Englandsmeistararnir eru mjög líklegir til að ganga frá kaupunum. (Mundo Deportivo)

Tottenham og Everton eru í baráttu um Zeki Celik, 23 ára bakvörð Lille. Jose Mourinho sér ekki framtíð fyrir Serge Aurier, 27, hjá Spurs. (Times)

Arsenal mun bjóða fyrirliða sínum Pierre-Emerick Aubameyang risasamning í vikunni. (Mirror)

Aubameyang vill þó sjá félagið kaupa nýja leikmenn áður en hann skrifar undir. (Le10 Sport)

Arsenal hefur endurvakið áhuga sinn á Wilfried Zaha, 27 ára kantmanni Crystal Palace. Zaha er þó talinn kosta í kringum 80 milljónir punda. (Star)

Aston Villa ætlar að reyna að fá Divock Origi, 25 ára sóknarmann Liverpool, í sumar. (Sun)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Man Utd, er búinn að ræða við umboðsmenn Gabriel Magalhaes, 22 ára varnarmann Lille. Everton og Arsenal eru meðal áhugasamra félaga. (RMC Sport)

United hefur einnig áhuga á Milan Skriniar, 25 ára miðverðir Inter. Rauðu djöflarnir vonast til að geta sent Chris Smalling og Alexis Sanchez hina leiðina í skiptum. (Star)

Smalling, 31, er á leið aftur til Old Trafford eftir að Roma tímdi ekki að festa kaup á honum. Smalling átti frábært tímabil í Róm og er eftirsóttur af liðum á Ítalíu. (Manchester Evening News)

AC Milan og Napoli eru í viðræðum við Ben Godfrey, 22 ára varnarmann Norwich. (Calciomercato)

Cardiff City er nálægt því að landa Kieffer Moore, 27 ára sóknarmanni Burnley. (WalesOnline)

Eddie Howe ætlar í pásu frá þjálfun eftir tæplega átta ára dvöl hjá Bournemouth. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner