Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagður fá góðan pakka hjá Val
Úr leik hjá Val á síðasta tímabili.
Úr leik hjá Val á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Fótbolti.net sagði frá á dögunum er Valur að sækja markvarðarþjálfara frá Danmörku.

Sá heitir Emil Alexander Thorsted Larsen og er markmannsþjálfari U19 liðs Lyngby.

Hann er 27 ára og hefur einnig starfað hjá Bröndby. Hann er mjög efnilegur þjálfari og er með A gráðu í markmannsþjálfun.

Tipsbladet í Danmörku tekur núna undir þessar fréttir og segir að Larsen skrifi undir eins árs samning við Val með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hann sé að fá góðan pakka frá Val sem hafi heillað hann.

Frederik Schram er aðalmarkmaður Vals, hann á að baki landsleiki fyrir Íslands, en danska er hans móðurmál, eins og Emils. Frederik er fyrrum leikmaður Lyngby.
Athugasemdir