Frá og með tímabilinu 2025/2026 mun Meistaradeild kvenna taka upp nýtt fyrirkomulag sem er svipað og nýja fyrirkomulagið í Meistaradeild karla sem mun byrja núna á næsta tímabili.
Það var fyrst spilað í Meistaradeild kvenna árið 2001 en þá undir nafninu ‚UEFA kvennabikarinn‘ sem var svo seinna breytt í Meistaradeildina fyrir tímabilið 2009/10. Franska liðið Lyon er sigursælasta liðið í keppninni með átta titla hingað til en þær eru einmitt ríkjandi Evrópumeistarar.
Í desember 2023 samþykkti aðalstjórn UEFA nýja sniðið sem felur einnig í sér nýja evrópska keppni í kvennaboltanum. Þetta þýðir að ný og fleiri lið munu geta tekið þátt og einhver lið sem slegin eru út úr Meistaradeildinni munu fá aðra tilraun til í þeirri keppni.
Meistaradeildin verður ein sér deild með 18 liðum sem gerir einnig fleiri liðum kleift að keppa. Þetta þýðir að lið munu ekki lengur spila við þrjá andstæðinga tvisvar í riðlakeppninni heldur munu þau mæta sex mismunandi liðum í deildarkeppni þar sem helmingurinn spilar á útivelli og hinn helminginn heima.
Liðunum verður raðað í þrjá ‚seed-potta‘ og munu spila við tvo andstæðinga úr hverjum potti. Úrslitin munu þá ákvarða heildarstöðuna.
Fjögur efstu liðin í deildinni komast sjálfkrafa áfram í átta liða úrslitin en þau sem eru í 5.- til 12. sæti munu keppa í útsláttarkeppninni til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.
Þau lið sem enda í 13. sæti eða neðar falla úr keppninni og eiga enga möguleika á að komast áfram. Átta liða úrslitin, undanúrslit og úrslitin sjálf munu fylgja hefðbundnu sniði keppninnar.