Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. október 2022 14:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sótti Siggi Raggi um hjá KSÍ?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, vildi í samtali við Fótbolta.net fyrir helgi ekki tjá sig um hvort hann hefði sótt um stöðu yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ. Einhverjar sögur höfðu heyrst af því að hann væri einn af fjórum aðilum sem hefðu sótt um starfið.

Hann vildi hvorki staðfesta að hann hefði gert það né neita fyrir það - vildi ekki tjá sig um orðróma.

Jörundur Áki Sveinsson sótti um starfið og þá hafa heyrst sögur um að erlendur aðili hefði sótt um.

„Ég held það sé nokkuð ljóst að Siggi Raggi hafi sótt um. Það var hringt í hann í gær og hann vildi ekkert segja," sagði Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Siggi Raggi hefur á sínum ferlið unnið hjá KSÍ, fyrst sem fræðslustjóri og svo sem landsliðsþjálfari.

Rætt var um stöðu yfirmanns fóboltamála eftir 49 mínútur af þættinum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, DKÓ, Besta og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner