Crystal Palace vann 0-1 sigur gegn Manchester United um síðustu helgi, en liðið varð fyrir áfalli í leiknum.
Ebere Eze, sem er einn mikilvægasti leikmaður Palace, varð fyrir meiðslum aftan í læri í leiknum og kemur hann til með að vera frá í um sex vikur.
Eze mun ekki bara missa af næstu leikjum Palace, hann mun líka missa af leikjum með enska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins.
Hinn 25 ára gamli Eze hefur spilað hverja einustu mínútu með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Palace er líka án Michael Olise en hann og Eze eru tveir hæfileikaríkustu leikmenn liðsins.
Athugasemdir