Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   sun 03. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Stórleikur í Napolí og Mikael mætir meisturunum
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag þar sem tvö Íslendingalið koma við sögu.

Stórleikur dagsins hefst í hádeginu þegar topplið Napoli fær Atalanta í heimsókn, en það eru sex stig sem skilja liðin að í toppbaráttunni.

Napoli er á miklu flugi undir stjórn Antonio Conte og er komið með 25 stig eftir 10 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Fiorentina heimsækir svo Torino en Albert Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla. Fiorentina er á góðu skriði með fjóra sigra í röð á meðan Torino er búið að tapa fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Roma heimsækir svo Verona áður en ríkjandi Ítalíumeistarar í liði Inter fá Mikael Egil Ellertsson og félaga í heimsókn frá Feneyjum.

Nýliðar Venezia eru með 8 stig eftir 10 umferðir og hefur Mikael Egill verið að leika mikilvægt hlutverk á miðjunni.

Bjarki Steinn Bjarkason er að ná sér aftur eftir meiðsli en hann er búinn að missa af öllu upphafi tímabilsins með Feneyingum. Hann fékk mikinn spiltíma á síðustu leiktíð og gæti fengið að spreyta sig í fyrsta sinn í efstu deild í dag, á San Siro leikvanginum fræga.

Leikir dagsins:
11:30 Napoli - Atalanta
14:00 Torino - Fiorentina
17:00 Verona - Roma
19:45 Inter - Venezia
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner
banner