Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Boniface bjargaði stigi fyrir Leverkusen - Alfreð sá Augsburg vinna Frankfurt
Leverkusen er áfram taplaust þökk sé Boniface
Leverkusen er áfram taplaust þökk sé Boniface
Mynd: EPA
Alfreð fékk blómvönd og innrammaða mynd í kveðjugjöf
Alfreð fékk blómvönd og innrammaða mynd í kveðjugjöf
Mynd: Augsburg
Bayer Leverkusen tapaði sínum fyrstu stigum síðan í september er liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Dortmund í þýsku deildinni í dag.

Lærisveinar Xabi Alonso höfðu unnið átta deildarleiki í röð fram að leiknum gegn Dortmund, en ekki byrjaði það vel fyrir heimamenn sem lentu undir eftir fimm mínútur. Norski bakvörðurinn Julian Ryerson skoraði þá eftir frábæran undirbúning Marcel Sabitzer.

Sabitzer fékk boltann í teignum, náði að halda varnarmönnum Leverkusen frá sér áður en hann lagði boltann á Ryerson sem skoraði af miklu öryggi.

Florian Wirtz kom boltanum í netið undir lok hálfleiksins en rangstaða var dæmd.

Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir jafnaði Victor Boniface með skoti af stuttu færi. Niclas Fullkrüg gat stolið sigrinum í lokin fyrir Leverkusen en flugskalli hans fór hátt yfir markið. Lokatölur 1-1 og Leverkusen áfram á toppnum með þriggja stiga forystu en Dortmund í 5. sæti með 25 stig.

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var sérstakur heiðursgestur á leik Augsburg og Eintracht Frankfurt. Hann var heiðraður fyrir framlag sitt til Augsburg, en hann yfirgaf félagið á síðasta ári.

Alfreð fékk blómvönd og innrammaða mynd er hann var heiðraður.

Augsburg vann auðvitað leikinn í tilefni dagsins, 2-1. Fredrik Jensen og Iago skoruðu mörkin.

Augsburg hefur ekki tapað leik síðan í byrjun október og situr nú í 9. sæti með 17 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bayer 1 - 1 Borussia D.
0-1 Julian Ryerson ('5 )
1-1 Victor Boniface ('79 )

Mainz 0 - 1 Freiburg
0-1 Michael Gregoritsch ('69 )

Augsburg 2 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Fredrik Jensen ('34 )
2-0 Iago ('58 )
2-0 Ermedin Demirovic ('76 , Misnotað víti)
2-1 Finn Dahmen ('78 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner