lau 04. janúar 2020 15:49
Ívan Guðjón Baldursson
Van Bronckhorst tekinn við Guangzhou R&F (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Giovanni van Bronckhorst er tekinn við Guangzhou R&F í kínverska boltanum eftir fjögur ár við stjórnvölinn hjá Feyenoord í heimalandinu.

Van Bronckhorst, sem lék meðal annars fyrir Arsenal og Barcelona á ferlinum, gerði frábæra hluti hjá Feyenoord og var orðaður við þjálfarastarf hjá Manchester City, þar sem hann yrði mótaður upp í að vera næsti stjóri félagsins eftir Josep Guardiola.

Van Bronckhorst tók ekki við neinu starfi þrátt fyrir ýmis tilboð og nú ákvað hann að slá til og reyna fyrir sér í Kína.

Guangzhou R&F endaði í tólfta sæti kínversku deildarinnar í fyrra og var Dragan Stojkovic rekinn úr þjálfarastólnum á dögunum.

Van Bronckhorst var mikilvægur hlekkur í landsliði Hollands á sínum tíma og lék 106 leiki fyrir þjóð sína. Hann var fyrirliði er Hollendingar komust í úrslitaleikinn á HM 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner