Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. janúar 2021 16:00
Enski boltinn
„Ef að Bruno meiðist er þetta held ég bara búið"
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
„Ef að Bruno meiðist er þetta held ég bara búið," sagði Gunnar Ormslev í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag en þar var rætt um mikilvægi Bruno Fernandes í liði Manchester United.

„Hann spilar alla leiki. Hann (Solskjær) hvíldi hann einu sinni á móti West Ham, Það var ekki sjón að sjá þá í fyrri hálfleik en svo setti hann Bruno inn á í hálfleik og hann kláraði leikinn," sagði Gunnar.

„Ég held að Ole Gunnar Solskjær viti það manna best að hann getur ekki leyft sér að hvíla hann. Hann lætur allt tikka."

Hinn 26 ára gamli Bruno hefur skorað ellefu mörk í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni og lagt upp sjö.

„Það er slæmt fyrir lið eins og Manchester United að þurfa að reysta á einn leikmann. Ef hann ætti einn slæman dag þá verða úrslitin kannski ekki góð," sagði Hlynur Valsson.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Manchester liðin í stuði
Athugasemdir
banner
banner
banner