Síðustu leikjum dagsins er lokið víða um Evrópu þar sem Kjartan Már Kjartansson var í byrjunarliði Aberdeen annan leikinn í röð er liðið heimsótti stórveldi Rangers í efstu deild skoska boltans í kvöld.
Þetta var fyrsti leikur Aberdeen eftir brottrekstur Jimmy Thelin úr þjálfarastólnum og lék Kjartan í rúma klukkustund í dag.
Heimamenn í Rangers náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Aberdeen sýndi flotta frammistöðu eftir leikhlé en tókst ekki að minnka muninn, svo lokatölur urðu 2-0. Aberdeen er í neðri hluta deildarinnar með 25 stig eftir 21 umferð.
Þýska stórveldið FC Bayern rúllaði þá yfir RB Salzburg í æfingaleik þar sem táningurinn Lennart Karl skoraði tvö og lagði eitt upp. Luis Díaz gaf tvær stoðsendingar í fimm marka sigri Þýskalandsmeistaranna.
Wolfsburg gerði jafntefli við portúgalska félagið Estrela og Basel hafði betur í sjö marka leik gegn Slavia Prag.
Rangers 2 - 0 Aberdeen
RB Salzburg 0 - 5 FC Bayern
Estrela 1 - 1 Wolfsburg
Slavia Prag 3 - 4 Basel
Athugasemdir



