Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 04. janúar 2021 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Markmiðið var alltaf að fara aftur í toppklúbb á Íslandi"
Markmiðið var alltaf að fara aftur í toppklúbb á Íslandi eftir að hafa verið í FH og fundið hvernig er að vera í þannig umhverfi.
Markmiðið var alltaf að fara aftur í toppklúbb á Íslandi eftir að hafa verið í FH og fundið hvernig er að vera í þannig umhverfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég gerði það þar sem þetta er kjörið tækifæri fyrir mig til að verða betri leikmaður og spila á hærra leveli.
Ég gerði það þar sem þetta er kjörið tækifæri fyrir mig til að verða betri leikmaður og spila á hærra leveli.
Mynd: KR
Grétar Snær Gunnarsson skrifaði undir samning við KR eftir að síðasta tímabili lauk. Grétar kemur frá Fjölni en hann er uppalinn í Hafnarfirði.

Grétar er 23 ára gamall og verður 24 ára seinna í vikunni. Fótbolti.net spjallaði við leikmanninn um félagaskiptin og ýmislegt annað á dögunum.

Hér, í þessari grein, koma fram svör Grétars við spurningum tengdum KR. Á morgun birtist seinni hluti þar sem Grétar ræðir um tímann í Færeyjum, í Ólafsvík og ýmislegt annað.

„Ég er mjög sáttur við að vera kominn í KR. Þetta er alvöru klúbbur með alvöru markmið," sagði Grétar.

Ræddiru við einhverja fleiri um KR en þjálfarann?

„(Kristján) Flóki (Finnbogason) og ég erum góðir vinir þannig að sjálfsögðu ræddi ég við hann og átti einnig gott spjall við Rúnar (Kristinsson). Mér líst mjög vel á að spila undir stjórn Rúnars og er spenntur að læra af Rúnari og Bjarna (Guðjónssyni)."

Hvernig var aðdragandinn að því að þú varðst leikmaður KR?

„Aðdragandinn var mjög stuttur þannig séð. Ég heyrði af einhverjum áhuga og ég var með ákvæði í samningnum hjá Fjölni að ég gæti leyst mig undan honum og ákvað að kýla á það þegar þetta kom upp. Ég gerði það þar sem þetta er kjörið tækifæri fyrir mig til að verða betri leikmaður og spila á hærra leveli."

Þessi skipti komu einhverjum á óvart. Kom það þér persónulega á óvart að KR vildi fá þig?

„Ég hef alltaf haft trú á mér sem leikmanni og vitað hvað ég get. Markmiðið var alltaf að fara aftur í toppklúbb á Íslandi eftir að hafa verið í FH og fundið hvernig er að vera í þannig umhverfi. Þannig ég er bara mjög glaður með að það hafi náðst og að þeir Rúnar og Bjarni hafi trú á mér."

Þú hefur spilað bæði á miðjunni og í vörninni. Hvar líður þér best að spila?

„Hingað til hef ég oftast verið á miðjunni þó ég hafi spilað í miðverði á köflum síðasta sumar. Það skiptir mig svo sem litlu máli hvar ég spila svo lengi sem ég er að spila."

Voru önnur félög sem sóttust eftir þínum kröftum?

„Ég ræddi ekki við nein önnur lið," sagði Grétar.
Athugasemdir
banner
banner
banner