Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. janúar 2021 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um frammistöðuna: Þetta eru ekki geimvísindi
Jürgen Klopp eftir leikinn í kvöld
Jürgen Klopp eftir leikinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var óánægður með 1-0 tapið gegn Southampton í kvöld.

Danny Ings skoraði eina mark Southampton í leiknum en liðið spilaði feykivel gegn Liverpool á meðan sömu vandræði voru að hrjá gestina líkt og í síðustu leikjum og það var að koma boltanum í netið.

Liverpool er án sigurs í síðustu þremur leikjum og ljóst að þetta er afar þungt fyrir liðið í baráttunni um að verja titilinn.

„Hvað er ég vonsvikinn með? Hvað höfum við mikinn tíma til að ræða þetta? Byrjunin augljóslega. Ekki bara markið heldur hvernig við byrjuðum leikinn. Ég vil óska Southampton innilega til hamingju, þeir áttu þetta skilið," sagði Klopp.

„Maður veit nákvæmlega hvað maður fær frá þeim og það er ekki hægt að vera hissa en við vorum það samt. Byrjunin hjá okkur, hvernig við spiluðum og hvar við töpuðum boltanum, ég meina þetta er ekki geimvísindi. Við áttum að gera betur."

„Þeir lögðu mikla vinnu í þetta. Ákvarðanatökurnar hjá okkur voru ekki góðar. Við áttum að skapa okkur miklu fleiri færi. Þetta eru magnaðir leikmenn sem við erum með en þeir voru ekki tilbúnir frá fyrstu mínútu. Sadio Mane átti hins vegar að fá vítaspyrnu og svo var þetta hendi í öðru atviki. Ég skil þetta ekki."

„Það er ekki afsökun fyrir frammistöðunni en það er hægt að ná í stig ef þeir gefa þetta víti. Við verðum að bregðast við þessu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner