Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 04. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyngby í dimmum dal: Allt í einu orðið líklegasta liðið til að fara niður
Það hefur lítið gengið hjá Lyngby eftir að Freyr hætti.
Það hefur lítið gengið hjá Lyngby eftir að Freyr hætti.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki með Lyngby.
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki með Lyngby.
Mynd: Getty Images
Lyngby tapaði á hræðilegan hátt gegn Hvidovre í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Liðið komst 2-0 yfir en endaði á því að tapa óvænt 4-2.

Þetta var þriðja tap liðsins í röð en það hefur gengið mikið á hjá Lyngby að undanförnu. Freyr Alexandersson hætti með liðið fyrir nokkrum vikum síðan eftir að honum bauðst að taka við Kortrijk í Belgíu. Normaðurinn Magne Hoseth var ráðinn í staðinn en hann entist bara 50 daga í starfi þar sem hann náði ekki góðri tengingu við leikmenn né starfsfólk.

Lars Jacobsen, sem lék á sínum 81 A-landsleik fyrir Danmörku, telur að Lyngby sé núna líklegasta liðið til að falla úr dönsku úrvalsdeildinni. Þegar Freyr tók við Lyngby, þá var liðið á góðum stað en sú er ekki raunin núna.

„Það eru leikmenn í liði Lyngby sem trúa ekki lengur að þeir geti unnið fótboltaleiki," sagði Jacobsen á Discovery í gær.

„Það fer ótrúlega illa í mann að tapa svona gegn slakasta liði deildarinnar á heimavelli. Lyngby og Hvidovre eru núna líklegustu liðin til að fara niður. Lyngby lítur núna mikið verr út en Vejle."

Tvö neðstu lið deildarinnar munu fara niður en Lyngby er aðeins einu stigi frá næst neðsta sætinu núna. Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru á meðal leikmanna Lyngby.
Athugasemdir
banner