Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Capello hugsar enn um draugamark Lampard
Capello var landsliðsþjálfari Englands frá 2007 til 2012.
Capello var landsliðsþjálfari Englands frá 2007 til 2012.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist hugsa enn um draugamarkið sem Frank Lampard skoraði gegn Þýskalandi á HM í Suður-Afríku 2010.

Leikurinn var í 16-liða úrslitunum. Í stöðunni 2-1 fyrir Þýskaland átti Lampard skot sem fór langt yfir marklínuna en var ekki dæmt gott og gilt. Markið var í raun stór ástæða fyrir því að marklínutæknin var sett á laggirnar.

England tapaði að lokum 4-1 og féll úr keppni.

Capello var í viðtali við The Guardian þar sem hann sagði: „Þýskaland var með ungt lið, mjög ungt lið. Ungt lið sem missir 2-0 forystu niður í 2-2 lendir í andlegum vandræðum. Fyrir okkur hefði það verið mikil hvatning."

„En það gerðist ekki (vegna þess að mark Lampard var ekki gefið) og ég get ekki losnað við það úr huga mínum. Það er enn í huganum, það er enn þar."

„Við höfðum unnið í tvö ár að því að komast á þennan stað og út af mistökum einhvers annars vorum við á leið heim."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner