De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   sun 04. júní 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lloris langar að fara frá Tottenham - „Mun skoða það sem er í boði“
Mynd: EPA
Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham Hotspur, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar.

Lloris hefur verið á mála hjá Tottenham í ellefu ár og spilað 447 leiki en hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá enska félaginu.

Hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins og fyrirliði en vill nú reyna fyrir sér annars staðar.

„Það er komið að mikilvægu augnabliki, hvort sem það er hjá mér eða félaginu. Þetta eru kaflaskipti. Þrá mín er að gera eitthvað annað. Ég mun skoða það varlega hvað er í boði en ég hef hins vegar ekki gleymt því að ég á ár eftir af samningi mínum hjá Tottenham og þegar það kemur að fótbolta er erfitt að spá hvað gerist næst,“ sagði Lloris.

Lloris var ekki með Tottenham í síðustu leikjum tímabilsins vegna meiðsla en Fraser Forster leysti hann af í markinu.
Athugasemdir
banner
banner