Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Síðasti leikur Havertz fyrir Leverkusen í kvöld?
Samkomulag um að Kai megi fara í sumar
Mynd: Getty Images
Kai Havertz, leikstjórnandi Leverkusen og einn mest spennandi ungi leikmaður heims, er með það í samningi sínum við Leverkusen að hann geti yfirgefið félagið í sumar.

Chelsea er talið líklegasti áfangastaður Havertz en nokkrar kröfur þarf að uppfylla svo að Havertz geti farið. Þetta staðfestir Rudi Völler sem er yfirmaður íþróttamála hjá Leverkusen. Hann segir að samkomulag sé í gildi við Havertz um að hann megi fara eftir tímabilið.

Havertz er 21 árs gamall og hefur skorað fimmtán mörk á leiktíðinni. Allar líkur eru á því að hann verði í liði Leverkusen gegn Bayern Munchen í bikarúrslitaleik liðanna í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 18:00 og markar endalok tímabilsins í Þýskalandi.

Líkurnar á að hann fari frá Leverkusen hafa aukist með því að félagið verður ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð.

„Ég vona persónulega að Havertz verði eitt ár í viðbót en auðvitað er ekki hægt að neiða neinn. Havertz veit hvað hann skuldar liðsfélögunum, félaginu og stuðningsmönnum þess," sagði Völler í gær.

Sjá einnig:
Draumur Havertz að spila í ensku úrvalsdeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner