Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 04. október 2022 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Besta ákvörðun lífs míns að velja Chelsea fram yfir Man Utd"
Mikel í leik gegn Manchester United
Mikel í leik gegn Manchester United
Mynd: EPA
John Obi Mikel lagði í síðustu viku skóna á hilluna. Hann er 35 ára gamall og hann segir að ákvörðunin að velja Chelsea fram yfir Manchester United árið 2006 hafi verið besta ákvörðun lífs síns.

Mikel var leikmaður Lyn í Noregi og var búinn að skrifa undir hjá Manchester United. Chelsea vildi fá hann og eftir harðar deilur milli ensku félaganna endaði hann í London.

Hjá Chelsea vann hann Meistaradeildina, Evrópudeildina, fjóra enska bikara, tvo úrvalsdeildartitla og tvo deildarbikara á ellefu árum.

„Ég sé ekki eftir neinni ákvörðun sem ég tók því ég naut alls sem ég náði að afreka með Chelsea - það er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu," segir Mikel við BBC Sport Africa.

„Ég skrifaði undir hjá Manchester United þegar ég var 17. Ef þú ert barn og sérð Sir Alex Ferguson fyrir framan þig með samning... það er að sjálfsögðu freistandi." Ákvörðun Mikel kom Chelsea á óvart og umboðsmaður hans dreif sig til Osló og ferðaðist með leikmanninn til Lundúna. Í Noregi var fréttaflutningur þannig að Mikel hefði verið rænt, enginn hjá Lyn vissi hvert hann hefði farið.

„Það var rætt um að mér hefði verið rænt. Það voru ekki sérstakir tímar fyrir mig. Ég vildi bara spila fótbolta," sagði Mikel.
Athugasemdir
banner
banner
banner