Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 13:39
Elvar Geir Magnússon
Pep: Kemur mér á óvart hversu góðir FCK eru með boltann
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: EPA
Manchester City fær FC Kaupmannahöfn í heimsókn í Meistaradeildinni annað kvöld. City hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa en FCK er með eitt stig.

Pep Guardiola segir að sínir leikmenn megi ekki vanmeta danska meistaraliðið.

„Eftir leikinn gegn Manchester United er þetta stærsta málið hjá okkur. Vonandi get ég fengið menn til að vera með einbeitinguna í lagi. Ég veit hversu góðir FCK geta verið, þeir eru hugrakkir fram á við," segir Guardiola.

Kyle Walker mun líklega missa af leiknum eftir að hafa haltrað af velli í leiknum um helgina. Walker var bara nýkominn af meiðslalistanum. Þá er óvíst með Rodri sem missti af leiknum gegn United vegna kálfameiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner