Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. desember 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Aron: Frábær tilfinning að skora
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Getty Images
„Mér fannst við vera miklu betri. Við héldum boltanum vel og vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta var verðskuldaður sigur sem við keyrðum heim sem lið," sagði Sveinn Aron Guðjohnsen í viðtali sem birt var á heimasíðu OB í kvöld.

Sveinn Aron skoraði jöfnunarmark OB gegn Álaborg í kvöld og kom það mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Markið er fyrsta mark Sveins fyrir OB en hann er að láni hjá félaginu frá ítalska liðinu Spezia.

„Issam fékk boltann og átti frábæra sendingu á mig. Ég beið eftir að boltinn kom og ég sveiflaði fætinum í von og óvon og heppnin var með mér. Það var frábær tilfinning að skora. Ég vildi svo bara halda áfram, skora annað og sem betur fer skoruðum við annað."

„Við þurftum á sigrinum að halda, fyrir liðið og stuðningsmenn. Við verðum að halda áfram og byggja ofan á þenann sigur. Sigur er sigur og það skiptir ekki máli hvernig við vinnum. Við vorum mjög góðir síðustu tíu mínúturnar, börðumst um alla bolta. Eftir annað markið vörðumst við svo sem lið og sigldum sigrinum heim,"
bætti Svenni við.

Sjá einnig:
Svenni skoraði með sinni fyrstu snertingu
Athugasemdir
banner
banner
banner