Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Karen Rós framlengir á Selfossi
Mynd: Selfoss
Markvörðurinn Karen Rós Torfadóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss til 2025.

Karen Rós, sem er 18 ára gömul, kom til félagsins frá Sindra á síðasta ári.

Hún var aðalmarkvörður í 2. flokki í sumar og spilaði þá síðustu tvo leikina í Bestu deildinni.

Karen hefur nú framlengt samning sinn við félagið og gildir hann til næstu tveggja ára eða út 2025.

„Karen hefur vaxið mikið sem leikmaður á undanförnum 2 árum og stóð sig mjög vel í lokaleikjum liðsins í Bestu deildinni. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að geta haldið henni áfram á Selfossi. Framtíð hennar sem leikmaður er björt,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, við undirskrift.

Selfoss mun spila í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa hafnað í neðsta sæti Bestu deildarinnar með aðeins 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner