þri 05. janúar 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp ósáttur með Marriner - „Þetta er stærsti brandari heims"
Jürgen Klopp er ekki sáttur með Andre Marriner
Jürgen Klopp er ekki sáttur með Andre Marriner
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var afar ósáttur með að hafa ekki fengið tvö víti í 1-0 tapinu gegn Southampton í gær en hann vildi fá víti fyrir brot á Sadio Mane og þegar Jack Stephens handlék knöttinn innan teigs.

Kyle Walker-Peters, sem var besti maður Southampton í gær, fór í Sadio Mane innan teigs. Mane vildi fá vítaspyrnu en Andre Marriner, dómari leiksins, hafði þó engan áhuga á að skoða atvikið nánar.

Klopp var ekki sáttur með Marriner og segir jafnframt að Mane sé ekki sú týpa af leikmanni sem fleygir sér í jörðina.

„Bestu atvikin hjá okkur komu þegar Sadio var með boltann í leiknum. Sá sem segir að Sadio Mane dýfi sér er stærsti brandari heims. Hann reynir að standa í lappirnar og það voru tvö dæmi í leiknum þar sem önnur lið hefðu fengið víti," sagði Klopp.

„Ég veit núna hver á að útskýra þessa hendi fyrir mér. Ef Mane hefði fleygt sér auðveldlega í jörðina þá hefðum við fengið víti í þessum leik og öruggt víti gegn Newcastle í síðasta leik en ég veit ekki hvort það sé í lagi það sem Andre Marriner gerði við Mane í kvöld, svona ef ég á að vera hreinskilinn."

„Hann reyndi allt. Það voru mörk dæmi um aukaspyrnur einnig en þetta síðasta atvikið þar sem hann fellur í teignum þar sem Walker-Peters þrumaði í hann með vinstri löppinni. Þetta er annað víti."

„Ég heyri núna að Man Utd hefur fengið fleiri víti á tveimur árum en við höfum fengið á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort það sé hægt að kenna mér um það eða hvernig það getur gerst. Það gerir klárlega ekki frammistöðuna betur og ég ætla ekki að taka neitt af Southampton en við vorum afar óheppnir með þessi atriði í leiknum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner