Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. janúar 2021 09:48
Magnús Már Einarsson
Ramos á óskalista Man City - Bailly gæti breytt áætlunum Man Utd
Powerade
Sergio Ramos er á óskalista Manchester City.
Sergio Ramos er á óskalista Manchester City.
Mynd: Getty Images
Emiliano Buendia er orðaður við Arsenal.
Emiliano Buendia er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Janúarglugginn er búinn að opna og slúðurpakki dagsins er risastór.



Manchester City fylgist vel með stöðu Sergio Ramos (34) hjá Real Madrid. Ramos gæti komið frítt frá Real Madrid í sumar. (ESPN)

Kevin de Bruyne (29) ætlar að hafna fyrsta samningstilboði Manchester City um nýjan samning. (Times)

Tottenham ætlar ekki að selja eða lána Dele Alli (24) í þessum mánuði. Paulo Gazzaniga (29) og Danny Rose (30) mega hins vegar fara. (Sky Sports)

Chelsea ætlar að gefa Frank Lampard meiri tíma sem stjóri en Thomas Tuchel, Max Allegri, Brendan Rodgers og Ralph Hasehuttl koma allir til greina ef hann verður rekinn. (Independent)

Andriy Shevcenko, landsliðsþjálfari Úkraínu og fyrrum framherji Chelesa, gæti einnig tekið við á Stamford Bridge. (Le10 Sport)

Ajax og Wolves eru á meðal félaga sem vilja fá Christian Eriksen (28) frá Inter. (Mail)

Arsenal hefur engar áætlanir um að selja Mohamed Elnenu (28) í janúar en Besiktas hefur sýnt honum áhuga. (Football London)

Arsenal hefur boðið Juventus að fá Mesut Özil (32) en ítalska félagið vill ekki fá hann. Juventus vill frekar treysta á hinn sænska Dejan Kulusevski (20). (CBS Sports)

Arsenal er að skoða stöðu Emi Buendia (24) hjá Norwich. (Football London)

Aðrar fréttir segja að Arsenal gæti boðið leikmannn og pening í skiptum fyrir Buendia. Joe Willock og Reiss Nelson gætu farið í skiptum. (Independent)

Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála, segist ekki útiloka að Julian Brandt (24) fari til Arsenal í janúar. (Mirror)

Marcos Rojo (30), varnarmaður Manchester United, hefur rætt við Boca Juniors um að snúa aftur til Argentínu. (Mail)

Góð frammistaða Eric Bailly (26) gæti sannfært Manchester United um að kaupa ekki nýjan miðvörð í þessum mánuði. (Manchester Evening News)

Gini Wijnaldum (30) hjá Liverpool, Erik Garcia (19) hjá Manchester City og Memphis Depay (26) hjá Lyon eru efstir á óskalista Barcelona. Erfitt verður fyrir Börsunga að fá þá í þessum mánuði en félagið gæti fengið þá frítt næsta sumar. (Sky Sports)

West Ham ætlar ekki að fá Marko Arnautovic (31) aftur í sínar raðir frá Shanghai SIPG. (Mail)

Bayern Munchen er í viðræðum um að fá bakvörðinn Omar Richards (22) frá Reading út tímabilið. (Telegraph)

Búist er við að Real Madrid hafi betur gegn Manchester United og Barcelona í baráttunni um David Alaba (28) leikmann Bayern Munchen. (Star)

Tottenham hefur frestað samningaviðræðum við Son Heung-min Son vegna fjárhagsstöðu sinnar eftir kórónuveiru faraldurinn. (London Evening Standard)

Hamza Choudhury (23) og Demarai Gray (24) vilja báðir fara frá Leicester í þessum mánuði. (Talksport)

Liam Miller (21) framherji Liverpool er á leið til Charlton á láni. (Goal)

Rolando Aarons (25) kantmaður Newcastle er á leið til Huddersfield. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner