Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 05. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Titilbaráttan mjög spennandi í Frakklandi
Hún er spennandi titilbaráttan í Frakklandi þessa stundina.

Það voru leikir í miðri viku í deildinni og unnu þrjú efstu liðin, Lille, Paris St-Germain og Lyon, öll leiki sína.

Það stefndi markalaust jafntefli hjá Lille gegn Marseille áður en hinn kanadíski Jonathan David tók til sinna ráða. Hann skoraði tvö mörk seint og tryggði Lille sigurinn.

Lille er með 62 stig á toppnum, tveimur stigum meira en PSG sem er í öðru sæti. PSG vann nauman 1-0 sigur á Bordeaux þar sem Pablo Sarabia skoraði sigurmarkið.

Lyon er svo í þriðja sæti með 59 stig eftir 1-0 sigur á Rennes. Houssem Aouar, sem var eftirsóttur síðasta sumar, skoraði sigurmark Lyon í leiknum.

Öll þrjú liðin eiga tíu leiki eftir í deildinni og það verður spennandi að sjá hvaða lið endar sem meistari.

PSG hefur unnið titilinn þrisvar sinnum í röð núna, Lille vann titilinn síðast fyrir tíu árum og Lyon vann síðast 2008.


Athugasemdir
banner