Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. maí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Auðvitað var þetta leiðindarmál... en núna er horft fram á við"
Lengjudeildin
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi meiddist gegn Kórdrengjum.
Stefán Ingi meiddist gegn Kórdrengjum.
Mynd: ÍBV
Málefni Gary Martin, nýs sóknarmanns Selfoss, hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga.

Samningi Martin við ÍBV var rift í síðustu viku í kjölfar agabrots en liðsfélagi hans kærði hann fyrir að dreifa nektarmynd af sér.

Gary samdi við Selfoss á dögunum og mun spila með þeim í Lengjudeildinni í sumar. Hægt er að lesa yfirlýsingu frá Gary með því að smella hérna og yfirlýsingu ÍBV með því að smella hérna.

Fréttaritari Fótbolta.net ræddi við Helga Sigurðsson, þjálfara ÍBV, í dag og spurði hann út í málið. Hann segir að þetta hafi verið erfitt mál.

„Auðvitað var þetta leiðindarmál, fyrir félagið, leikmennina og alla sem komu að því. En núna er bara horft fram á við, en ekki í baksýnisspegilinn," segir Helgi.

Fréttaritari spurði þá Helga hvort hefði ekki komið til greina að sætta málið inn á skrifstofu félagsins, hvort það hefði verið eina lausnin að rifta samningnum. „Ég hef ekki stjórn á því. Þú verður að ræða það við aðra. Ég er bara þjálfari liðsins. Menn hafa verið mjög duglegir að æfa í vetur og ég er mjög sáttur við þá stráka sem ég er með. Við erum nokkuð brattir."

Stefán meiddist eftir fimm mínútur gegn Kórdrengjum
Helgi vonast til að þetta mál þétti hópinn enn frekar. Stefán Ingi Sigurðarson var fenginn á láni frá Breiðablik til að fylla í skarð Gary en hann meiddist eftir fimm mínútur í bikarleik gegn Kórdrengjum á dögunum. Hann verður frá í einhvern tíma.

„Stefán Ingi var hugsaður sem viðbót strax þegar Gary fer. Hann meiðist gegn Kórdrengjum og verður frá í einhvern tíma, við verðum að sjá hversu langur tími það er. Það er ekki gott en það er hluti af fótbolta. Hann meiddist strax á fimmtu mínútu. Við verðum að sjá hvað gerist með hann á næstu dögum," segir Helgi en þjálfari Vestmannaeyinga segir jafnframt að það hafi verið mikilvægt að vinna leikinn gegn Kórdrengjum eftir erfiða viku. Leikurinn gegn Kórdrengjum fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem ÍBV hafði betur.

„Það var búið að ganga mikið á vikuna á undan, og það var kannski erfitt að fara inn í þennan leik andlega en við gerðum það sem gera þurfti - að komast áfram. Við þurftum að leggja okkur alla fram gegn góðu liði Kórdrengja. Það er lið sem er búið að styrkja sig mikið ásamt öðrum liðum í Lengjudeildinni. Þetta var erfiður leikur en við fórum áfram og það var það mikilvægasta."

Ítarlegt viðtal við Helga birtist hér á síðunni á næstunni, eftir að umfjöllun um ÍBV fyrir tímabilið birtist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner