Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með innkomu Lindberg - Munu skoða hvort þurfi að fá fleiri
Lindberg í leiknum í gær.
Lindberg í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍA krækti í danska sóknarmanninn Kristian Lindberg í síðustu viku. Hann lék seinni hálfleikinn þegar ÍA mætti Leikni í gær og átti ágætis innkomu.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Ég var mjög ánægður með hans innkomu. Mér fannst fyrsti kaflinn í seinni hálfleik vera gríðarlega góður spilkafli hjá okkur og hann var oftar en ekki í því. Hann var góður í því að finna sér svæði, halda boltanum og dreifa boltanum. Mér fannst hann gera það vel," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í viðtali eftir leikinn.

Þrír miðverðir meiddust hjá ÍA í leiknum og þá er Alex Davey að glíma við meiðsli. Á Jón Þór von á því að taka inn fleiri leikmenn í glugganum?

„Við verðum bara að taka stöðuna á okkar leikmannahóp. Þetta riðlast alveg gífurlega og núna erum við með einhverja fjóra hafsenta frá vegna meiðsla núna. Við verðum bara að skoða það."

Viktor Jónsson hefur glímt við meiðsli í allt sumar. Mun hann spila eitthvað á tímabilinu?

„Ég veit það ekki eins og staðan er núna," sagði Jón Þór.
Jón Þór svekktur: Spilum á fimm hafsentum í þessum leik
Athugasemdir
banner
banner
banner