Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. júlí 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjaði á hádegismat sem varði í tíu eða ellefu klukkustundir
Icelandair
Freysi og Ási.
Freysi og Ási.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ási á æfingu landsliðsins í gær.
Ási á æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr stýrir í dag Lyngby í Danmörku.
Freyr stýrir í dag Lyngby í Danmörku.
Mynd: Lyngby
Ásmundur Haraldsson er núna í annað sinn að starfa sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

Í fyrra skiptið gegndi hann starfinu frá 2013 til 2018 við hlið Freys Alexanderssonar. Þeir þekktust nokkuð áður en þeir tóku upp á því að starfa saman með landsliðið. Ásmundur sagði frá því í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í síðustu viku að þeir hafi kynnst á þjálfaranámskeið í kringum 2009-10.

„Við kynnumst af einhverju viti 2009 eða 2010. Þá förum við á þjálfararáðstefnu í Bandaríkjunum. Ég var þar með Heimi Guðjóns og Freyr var með Gunna Borgþórs. Við mældum okkur mót og ætluðum að hittast í hádegismat fyrsta daginn. Við hittumst í hádegismat og þessi hádegismatur endaði einhvern tímann tíu, ellefu um kvöldið,” sagði Ási.

„Það small allt hjá okkur og síðan höfum við verið miklir vinir. Við vorum bara að ræða um fótbolta. Þetta eru bestu umræðurnar sem þú getur fengið, þegar fólk sest niður og talar saman í góðan tíma. Þarna heyrði maður aðra vinkla, sögur og ástæður fyrir hinu og þessu. Það er enginn feiminn og enginn að fela neitt. Það verða ótrúlega skemmtilegar umræður.”

Hvernig var svo að vinna með Frey í kjölfarið í landsliðinu?

„Það var frábært. Freyr er afskaplega fær þjálfari og hefur sýnt það. Hann er duglegur, gríðarlega metnaðarfullur og allt sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann ótrúlega vel. Ég lærði ótrúlega margt. Hann gaf mér stórt tækifæri, stórt hlutverk og frábæra reynslu. Það var frábært að vinna með honum og fá að taka þátt í þessum uppgangi.”

„Bæði karla- og kvennalandsliðið, það verður mikill uppgangur á þessum tíma. Þetta stækkar allt. Við tókum ferð þar sem það var einn sjúkraþjálfari alla ferðina. Freyr var ótrúlega duglegur að taka baráttu fyrir kvennalandsliðið; að bæta umgjörðina, að stækka mengið og hækka rána. Hann leggur grunninn að því umhverfi sem er í dag.”

„Það hjálpar þegar Lars Lagerback kemur inn í landsliðið, umhverfið karlamegin verður betra og kvennalandsliðið fylgdi með í flestu ef ekki öllu.”

Var að fara upp í dönsku úrvalsdeildina
Freyr er í dag aðalþjálfari Lyngby í Danmörku eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í um tvö ár. Hann var að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili þar.

„Ég held að árangur Freysa með mína gömlu félaga í Lyngby það sýnir það og sannar að hann er virkilega góður þjálfari. Hann er líka frábær manneskja. Hann er ótrúlega ‘driven’ gæi og þú smitast af því að vera í kringum hann - að leggja allt sem þú átt í verkefnið.”

Gömlu félaga í Lyngby?

„Já, ég er að eins að djóka fyrir Freysa. Ég fór einu sinni á reynslu þarna fyrir langa löngu,” sagði Ási.

Liðið komst ekki upp úr riðlinum á EM 2017 og rétt svo missti af umspili fyrir HM 2019, en Ásmundur horfir jákvæðum augum á þennan tíma og segir það forréttindi að hafa fengið að taka þátt í því verkefni.

Allt spjallið má hlusta á hér að neðan.
Saga aðstoðarþjálfarans - Frá KF Nörd á Evrópumótið í Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner