Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 05. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bryan skorar í stóru leikjunum
Joe Bryan stal senunni á Wembley
Joe Bryan stal senunni á Wembley
Mynd: Getty Images
Enski vinstri bakvörðurinn Joe Bryan skoraði bæði mörk Fulham er liðið tryggði sig upp í úrvalsdeildina í gær. Liðið vann Brentford 2-1 en þegar mörk hans á ferlinum eru skoðuð þá er hann maður stóru leikjanna.

Bryan er uppalinn hjá Bristol City en hann gekk til liðs við Fulham árið 2018.

Hjá Bristol City skoraði hann í nágrannaslag gegn Bristol Rovers og Swindon auk þess sem hann skoraði gegn Bradford er Bristol City tryggði sig upp í B-deildina árið 2015.

Hann gerði þá mark í sigri Bristol City á Crystal Palace í enska deildabikarnum í 16-liða úrslitum og svo aftur gegn Manchester United í 8-liða úrslitum er Bristol City vann frækinn 2-1 sigur á Ashton Gate.

Hann hafði aðeins skorað tvö mörk fyrir Fulham fram að leiknum í gær og stal senunni í framlengingu. Fyrst með marki úr aukaspyrnu af 40 metra færi og svo gerði hann annað markið undir lok framlengingar eftir þríhyrningaspil við Aleksandar Mitrovic.


Athugasemdir
banner
banner
banner