Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 05. ágúst 2022 17:40
Brynjar Ingi Erluson
Fer Wan-Bissaka aftur til Crystal Palace?
Aaron Wan-Bissaka gæti snúið aftur til Crystal Palace
Aaron Wan-Bissaka gæti snúið aftur til Crystal Palace
Mynd: EPA
Enski hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka gæti snúið aftur til Crystal Palace í þessum glugga. Það er Sky Sports sem greinir frá þessum tíðindum í dag.

Manchester United keypti Wan-Bissaka frá Palace fyrir 50 milljónir punda árið 2019.

Leikmaðurinn hefur alls ekki tekist að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins og er því ekki útilokað að hann yfirgefi United í sumar.

Sky Sports segir að Palace hafi mikinn áhuga á því að fá hann aftur frá United. Félagið er opið fyrir því að leyfa honum að fara á láni í þessum glugga en myndi alls ekki slá hendinni á móti því að hafa hann í hópnum á þessari leiktíð.

Diogo Dalot verður væntanlega fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðuna fyrir tímabilið en United spilar við Brighton um helgina í fyrsta leik liðsins á nýju tímabili.

Wan-Bissaka á tvö ár eftir af samningi sínum við United og þá á félagið möguleika á að framlengja þann samning um eitt ár til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner
banner