Franski miðillinn France Football birti í gær lista yfir þá leikmenn sem tilnefndir eru til Ballon d'Or verðlaunanna, en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi voru hvergi að finna.
Ronaldo var átján sinnum tilnefndur til verðlaunanna, oftar en nokkur annar fótboltamaður.
Portúgalinn vann verðlaunin fimm sinnum, en hans elsti keppinautur, Lionel Messi, hefur unnið þau átta sinnum og er nú ríkjandi meistari eftir að hafa unnið HM 2022.
Frá 2003, eða fyrstu tilnefningu Ronaldo, hafa þeir saman eða annar þeirra verið tilnefndir til verðlaunanna, en í ár er hvorugur þeirra á lista sem markar ákveðin tímamót í fótboltanum.
Messi vann vissulega Copa America með Argentínu í sumar og þá var Ronaldo markahæsti fótboltamaðurinn yfir síðasta ár, en það dugði þeim ekki til að komast á listann.
???? OFFICIAL: Cristiano Ronaldo and Leo Messi, out of the Ballon d’Or nominees for the first time since 2003. pic.twitter.com/ROmuQ3Wa5j
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024
Athugasemdir