Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess að hann var ekki valinn í landsliðshópinn á dögunum en Ísland er að spila gegn Aserbaísjan þessa stundina.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess að hann var ekki valinn í landsliðshópinn á dögunum en Ísland er að spila gegn Aserbaísjan þessa stundina.
Jóhann Berg er að stíga upp úr meiðslum en hann kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Al Dhafra tapaði 4-2 gegn Al Wasl í bikarnum.
Þetta var erfiður róður fyrir Al Dhafra en liðið tapaði fyrri leiknum 5-1.
Athugasemdir